Patriot Ice Classic Start – fullkomið byrjendasett í ísveiði 

Patriot Ice Classic Start er hið fullkomna ísveiðasett fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í ísveiði. Settið er tilbúið til notkunar strax og inniheldur allt sem þú þarft til að hefja veiðina á einfaldan og þægilegan hátt.
Í settinu er létt og meðfærileg ísveiðistöng úr frostþolnu plasti, búin gripgóðu EVA-handfangi sem liggur vel í hendi, jafnvel í köldum aðstæðum. Toppurinn er úr trefjagleri, sem gerir stöngina sérlega hentuga fyrir lóðréttar ísveiðar, balansveiði og jigging.
Auk stangarinnar fylgir lína sem er uppsett, krapa ausa og snjallt agnalás (lure lock) sem auðveldar skipti á agni og gerir veiðina bæði fljótlega og þægilega. Settið inniheldur einnig jig spúnn fyrir lóðrétta veiði og öngull.
Þetta sett hentar sérstaklega vel til veiða á urriða og bleikju, svo fátt eitt sé nefnt.
Helstu eiginleikar
-
20 cm trefjaglerstoppur
-
Skiptanlegur toppur
-
75 mm spóla
-
100 mm gripgott EVA-handfang
-
Krapa ausa
-
Agnalás (lure lock)
-
Lóðrétt jigging með lituðum króki
-
Patriot Vuosku balans sakka
-
0,20 mm lína forvafin á spólu
-
Framleitt úr frostþolnu plasti
Frábært byrjendasett fyrir alla sem vilja njóta ísveiði á einfaldan og öruggan hátt!






