Kids Sirius DT hanskarnir eru frábær valkostur þegar kemur að vetrarveðri og köldum dögum í snjónum. Hér fer saman hágæða efni og góð hönnun og útkoman er stórfín.
Dry-Tec himna heldur höndunum þurrum jafnvel á verulega krefjandi vetrardegi. Stroffið er auðvelt að stilla, með því að toga í strappa (hægt að gera með annari höndinni) til þess að hanskarnir sitji vel á. Fiberfill einangrunin tryggir hlýleika ásamt Micro Bemberg fóðrinu. Í lófanum er PU efni sem gefur gott grip. Fingur henta til notkunar á snertiskjá, sem býður upp á mikið notagildi. Skemmtilegir litir á hönskunum eru svo punkturinn yfir i-ið.
Kids Sirius DT hanskarnir halda höndum barnanna þurrum og heitum á skemmtilegum dögum í snjónum, frábær valkostur!
- Barna
- Stillanlegt stroff
- Einstaklega hlýir
- PU efni í lófa gefur gott grip
Litur | Black/Blue |
---|---|
Stærð | KL, KM, KXL |