Kyte er dömuútgáfa af Kestrel og eru þetta vinsælustu bakpokarnir frá Osprey. Þeir eru í senn léttir, mjög notendavænir og hlaðnir úthugsuðum smáatriðum sem að gera línuna þá vinsælustu frá Osprey. Osprey Kyte serían hefur allt sem til þarf fyrir þá sem gera kröfur til alhliða fjallabakpoka. Kemur í tveim stærðum fyrir mismunandi baklengdir.

Kyte 36 hefur verið sérstaklega hannaður sem alhliða göngupoki fyrir konur. Þegar heitt er í veðri gerir AirScape™ bakið það að verkum að loftflæðið helst gott um bakið. Með stillanlegu baki og stillanlegu mjaðmabelti er hægt að stilla pokann þannig að hann passi þér sem best. Þegar pokinn er rétt stilltur á þig fer 80% þyngdarinnar á mjaðmirnar og 20% þyngdarinnar á axlirnar. Það þýðir að minni líkur eru á verkjum í öxlum og baki meðan á göngu stendur. Best er að hagræða þyngstu hlutunum sem með eru í för neðst í pokann. Auðvelt aðgengi er að öllu dótinu í pokanum. Stow-on-the-Go™ festingar fyrir göngustafi gera þér kleift að setja göngustafina í og úr sjálf án þess að leggja pokann niður eða biðja vin um hjálp. Vatnsheld yfirbreiðsla kemur að góðum notum í rigningu og blautu veðri. Þú þarft þó ekki að örvænta ef þú lendir í vindhviðum vegna þess að yfirbreiðslan er áföst, enda veitir kannski ekki af hérna á Íslandi.

  • Stillanleg hæð á axlarólum svo að pokinn sitji sem best
  • AirScape™ bak tryggir góða öndun
  • Stillanleg brjóstól með neyðarflautu
  • Stow-on-the-Go™ festingar fyrir göngustafi
  • Festing fyrir ísexi
  • Hliðarvasar úr teygjuefni
  • Renndir vasar á mjaðmaólum
  • Dýnufestingar neðan á pokanum (hægt að taka af)
  • Áföst vatnsheld yfirbreiðsla (hægt að fjarlægja)
  • Innbyggð festing fyrir lykla
  • Þyngd: 1,54 kg
  • Stærð (l x b x d): 70 x 34 x 32 cm
  • Litir: Blágrænn, fjólublár og grár
Litur

Blágrænn, Fjólublár, Grár

Þér gæti einnig líkað við…

Osprey Kyte 36
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Read more