Netverslun

130 lítra ferðataska sem hentar þér frábærlega ef þú vilt aukin þægindi í ferðalögum, þú getur smellt þessari á bakið þegar slíkt hentar betur. Einnig getur þú nýtt þér auka axlaról sem fylgir með og auðveldlega er hægt að smella á, þá getur þú haft töskuna á annarri öxlinni ef þú ert með bakpoka á bakinu. Rúmgóð og með verulega mikla burðargetu – þessi geymir auðveldlega fyrir þig þann búnað sem þú þarft að taka með þér í styttri sem lengri ferðir. Taskan er sterk og hönnuð til þess að þola ýmis konar hnjask sem oft fylgir ferðalögum. Transporter er létt og mjúk viðkomu en samt sem áður sterk og endingargóð. Gott aðgengi er inn í töskuna og sterk vatnsvörn hrindir vatni vel frá.

Transporter dufflarnir eru fáanlegir í stærðunum: 40L, 65L, 95L og 130L.

Nokkrir af kostum Transporter 130:

  • 130 lítra ferðataska – öflug, rúmgóð og sterk
  • Sterkt efni sem hrindir vel frá sér vatni
  • Mjúk og létt viðkomu
  • Fóðraðar axlarólar sem hægt er að geyma í hólfi á ofanverðri töskunni
  • Stillanleg brjóstól með neyðarflautu
  • Hægt að smella þægilegri ól á töskuna til þess að bera á annarri öxlinni, t.d. ef þú ert með bakpoka á bakinu.
  • Smærri ólar í innanverðri töskunni til þess að þrengja yfir farangur, svo allt sé á sínum stað
  • Fjögur haldföng eru á töskunni, eitt á hverri hlið
  • Lítið rennt hólf efst á tösku
  • Gluggi efst á tösku til þess að merkja hana vel
  • Lítið rennt hólf neðst á tösku (að innanverðu)
  • Gott aðgengi að farangri með stórum U-laga rennilás
  • Smellur (til viðbótar við rennilás) festa lokið rækilega niður
  • Hægt að setja lás á rennilása (lás fylgir ekki)
  • Hlífðarkantur yfir rennilás
  • Frábær ferðafélagi sem geymir auðveldlega fyrir þig þann búnað sem þú þarft með þér í lengri sem styttri ferðir!
  • Verulega þægileg í burði!
  • Þyngd: 1,84 kg
  • Stærð: 81cm x 46cm x 37cm
  • Litir: Blár, grár og svartur
Litur

Blár, Grár, Svartur

Þér gæti einnig líkað við…

Osprey Transporter 120
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Read more