Netverslun

Rocky Mountain Solo eru einstaklega fjölhæf gravel – hjól. Ef þú vilt láta þér líða vel á malbikinu, fara yfir á malarvegi og út á slóðana í sömu ferðinni þarftu ekki að leita lengra eftir rétta hjólinu. Það hentar líka frábærlega sem samgönguhjól og enn betur til lengri ferða. Á stellinu eru allar nauðsynlegar festingar fyrir hjólatöskur, bretti, bögglabera og aðra fylgihluti sem hugsast getur á hjól af þessu tagi.

Solo Gravelhjól bjóða upp á þann möguleika að skipta út gjörðunum fyrir 650b gjarðir og þar með breiðari dekk. Það eykur fjölhæfni hjólsins enn meira.

Helstu eiginleikar:

  • Stell Rocky Mountain Butted 6061 SL Series Alloy. Ekki gert ráð fyrir framskipti. BB386 EVO. 12x142mm Öxull. Flat Mount Disc. Jafnt fyrir 700x40c og 650bx2.2 gjarðir/dekk. Fyrir dropper sætispípu, festingar fyrir töskur, bretti og bögglabera
  • Gaffall: Rocky Mountain Carbon Gravel. 15mm Axle. Cargo 3 Pack & Fender Mounts
  • Stýrislegur: Rocky Mountain | Sealed 36°x45° Bearings | 30.2mm x 41mm x 7.1mm Upper | 40mm x 51.8mm x 7.5mm Lower | 1.5″ Crown Race
  • Stammi: Rocky Mountain 31.8 XC | 7° Rise | XS = 60mm |SM = 70mm | MD = 80mm | LG= 90mm |XL = 100mm
  • Stýri: Rocky Mountain Flare Drop
  • Grip: Rocky Mountain Gel Bar Tape
  • Bremsur: Sram Rival vökvabremsur / 160mm Sram centerline diskar
  • Skiptir og handföng: Sram Rival 1×12 gírar
  • Sveifasett: Sram Rival 1 (DUB) Wide | 42T | Sveifalengdir: XS-SM = 170mm | MD = 172.5mm | LG-XL = 175mm
  • Kassetta: Sram XPLR XG-1251 10-44T
  • Keðja: Sram Rival 12 gíra
  • Gjarðir: Rocky Mountain með lokuðum legum 15mm / 142mm nöf / WTB ST i23 TCS Tubeless | 28H | Tubeless Ready – Tape | 2.0 stálteinar
  • Dekk: Framan og aftan: WTB Venture TCS Light Fast Rolling 700 x 40c| Tubeless Ready (ventlar fylgja)
  • Sætispípa: Rocky Mountain 27.2mm (hægt að skipta út fyrir dropper sætispípu)
  • Hnakkur: WTB Silverado Race 142mm

Þyngd: – kg

Kanadísku Rocky Mountain fjallahjólin skipa stóran sess í sögu fjallahjólreiða. Þau hafa margsannað sig sem ein vönduðustu og öflugustu reiðhjól í heimi og hafa unnið til fjölda verðlauna, bæði í keppnum og í samanburðarumfjöllunum erlendra hjólatímarita.

Solo Alloy 50

stærð

Small, Medium, Large

Rocky Mountain Solo 50 gravelhjól
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Read more