Netverslun

Létt og fjölhæf dúnúlpa sem gerð er úr endurunnum efnum.
Earthrise úlpan er einföld en í senn mjög fjölhæf úlpa sem hefur mikið notagildi. Sniðið er þægilegt og úlpan tilvalin fyrir útilegurnar, göngur í snjónum og útiveru þegar kalt er.
Inniheldur 155gr af dún sem hefur 700 fill power sem er laus við alla efna meðhöndlun. Earthrise úlpan veitir hlýindi þegar aðstæður kalla á slíkt en jafnframt er hún létt sem kemur sér vel þegar burðarþyngd skiptir máli.
Hettan veitir mikilvæg aukin hlýindi og vörn, sem gefur nú þegar fjölhæfri úlpu jafnvel enn meiri breidd hvað notagildi varðar. Úlpan er vindþolin og skartar vatnsfráhrindandi áferð sem er laus við flúorcarbon og heldur bæði snjókornum og rigningu frá.
Tveir renndir handvasar eru til staðar auk brjóstvasa, einnig innri renndur vasi fyrir nauðsynjar t.d. lykla. Hægt er að pakka úlpunni saman með auðveldum hætti í annan handvasann, svo auðvelt sé að geyma í farangri.
Hér er á ferðinni frábær valkostur fyrir útiveruna og ævintýrin utandyra.

  • Efni: Ytra efni er 100% endurunnið Polyamide og laust við flúorcarbon. 20D tvöfalt Ripstop efni (39gr)
  • Fóður: 20D (37gr)
  • Fylling: Endurunninn dúnn, mikil hlýindi, þjappast vel
  • Uppbygging úlpunnar og saumaskapur er með þeim hætti að vel loftar um dúninn og góður hreyfanleiki er í úlpunni
  • Vindþolin og hrindir frá sér raka
  • Góð öndun
  • Skjólgóð hetta sem er að fullu stillanleg, að framan og aftan og hægt að nota ásamt klifurhjálmi
  • Tveir ytri handvasar, nægilega stórir fyrir t.d. hanska
  • Ytri brjóstvasi, nægilega stór fyrir GPS eða smágerðar nauðsynjar
  • Innri öryggisvasi fyrir nauðsynjar
  • Síðari að aftanverðu
  • Hægt er að pakka saman úlpunni í handvasann
  • Þolmikil og vönduð. (Vindþol 4,61mm/sek)
  • Þyngd: 440gr
Litur

Blue

Stærð

L, M, XL

Earthrise Hooded Jacket
This website uses cookies to improve your experience. By using this website you agree to our Data Protection Policy.
Read more