Þessi litli bolli frá Light my fire er frábær til að hafa með sér hvert sem maður fer og þegar mann vantar kaffi eða vatn. Hann fellur inn í sjálfan sig og tekur því afskaplega lítið pláss. Neðri hlutinn er úr TPE gúmmí, að hluta til niðurbrjótanlegu, sem verður ekki sleipt þannig að bollin rennur ekki úr höndunum og þægilegt er að halda á honum. Efri hlutinn er úr niðurbrjótanlegu HDPE (high-density-polyethylene) sem heldur drykknum heitum en verður ekki heitt utaná svo að enginn brennir sig á puttunum.
Eiginleikar:
- Mælistrik innaní bollanum til að mæla millilítra
- BPA frítt
- Má setja í uppþvottavél
- Drykkjarstúturinn er lítill til að sem minnstur hiti sleppi út.
- Bollinn tekur 260ml.
Litur | Blár, Bleikur, Grænn, Gulur |
---|